
1
Undirbúningur
Gæðateymi
Fundaráætlun
Langtímaáætlun
2
Umbætur síðan síðast
Framkvæmd
Mat
Eftirfylgni
3
Nýir matsþættir
Upplýsingaöflun og mælingar
Innra mat
Nýir umbætaþættir
Umbóta og innra mats ferlið

GÆÐATEYMI
Gæðateymið gegnir lykilhlutverki í Meta Geta. Teymið sér um skipulag matsins og ber ábyrgð á framkvæmd þess, allt frá skipulagningu til eftirfylgni við umbætur, í samráði við skólastjóra sem ber ábyrgð á innra mati skólans.
Mikilvægt er að í gæðateyminu séu fulltrúar stjórnenda, kennara, annarra starfsmanna og foreldra. Ákjósanlegur fjöldi í gæðateymi er 3 til 7 og fer það eftir stærð skóla.
Aðilar gæðateymis hafa fyrst og fremst það hlutverk að nota innsýn og þekkingu sína á skólanum og skólastarfi í öllu ferlinu.

FUNDAÁÆTLUN
Nú ætlum við að tímasetja alla fundina. Fundaráætlunin er starfsáætlun innra mats sem hægt er að birta í starfsáætlun og birtist hún einnig sjálfkrafa í lokaskýrslu innra matsins. Mikilvægt er að passa að horfa í ráðlagða tímalínu þegar fundir eru ákveðnir svo ekki sé óvart haldin fundur t.d. til að fara yfir niðurstöður áður en niðurstöður berast.
gæðateyminu er mikilvægt að fá þeirra sýn á langtímaætlun áður en hún er gerð endanleg.

LANGTÍMAÁÆTLUN
Þá er næsta skref að setja langtímaáæltun innra mats inn í Meta+Geta. Sé ætlunin ekki til staðar í ykkar skóla er ráðlagt að nýta fyrirfram ákveðna langtímaáæltun sem birtist í kerfinu.
Séu skólastjórnendur ekki hluti af
gæðateyminu er mikilvægt að fá þeirra sýn á langtímaætlun áður en hún er gerð endanleg.

UMBÓTAÞÆTTIR Í VINNSLU
Umbótaþættir eru þeir þættir sem mældust sem veikleikar í síðustu mælingum. Þegar verið er að skipuleggja og áætla hvað, hvernig og hvenær skal vinna að umbótum er verið að gera umbótaáætlun.
Áætlunin felur í sér ákvarðanir um hvaða aðferðum eða aðgerðum skal beita til að breyta ákveðnum þáttum úr því að vera veikleikar í það að verða styrkleikar.
Hér þarf að fara yfir núverandi umbótaáætlun, skoða hvað er komið af stað og hvað er áætlað að fari af stað nú í haust. Fara skal vel yfir hvernig á að standa að mælingum á umbótaaðgerðum. Hér er gott að endurskoða mælingar ef þörf er á.
Í lok skólaárs verður ný umbótaáætlun sjálfkrafa til inn í kerfinu.

MAT Á UMBÓTUM
Meta skal:
-
Hvort aðgerðir hafi komist til framkvæmda.
-
Hvort aðgerðirnar hafi skilað fullnægjandi árangri eða hvort einhverju sé enn ábótavant í tilteknum þáttum.
-
Hvort þær aðgerðir sem ákveðið var að ráðast í til að ná ákveðnum markmiðum hafi verið góðar aðgerðir (t.d. hvort það hefði eftir á hyggja verið hægt að ná sama árangri með einfaldari aðgerðum eða hvort aðrar leiðir hefðu ef til vill verið heppilegri.
-
Mikilvægt að setja umbótamat inn í kerfið þó umbótaáætlun sé ekki inn í kerfinu (þetta á við um þegar verið er að nota kerfið í fyrsta sinn).

MATSÞÆTTIR Í SKOÐUN
Hér förum við yfir þá matsþætti sem merktir eru í langtímaáætlun sem matsþættir þessa skólaárs. Hér þarf að ákveða með hvaða hætti verður aflað upplýsinga sem notað er til að byggja matið á. Gert er alla jafna ráð fyrir að safna upplýsingum (viðhorfum og skoðunum ) frá foreldrum, nemendum og kennurum. Inn í Getu er hægt að sjá og bera saman niðurstöður mismunandi aðila/hópa í hverjum lykilþætti fyrir sig. Það auðveldar matsteyminu að byggja niðurstöður innra mats á gögnum og upplýsingum frá mismunandi hópum innan skólasamfélagsins.
Í lok skólaárs verður ný umbótaáætlun sjálfkrafa til inn í kerfinu.

FYRIRLÖGN KANNANA - UPPLÝSINGAÖFLUN OG NÝJAR MÆLINGAR
Hér undirbúum við fyrirlagnir kannana og annað sem við kemur því að safna upplýsingum og gögnum.

NIÐURSTAÐA INNRA MATS - LOKAMAT
Nú þegar niðurstöður kannana liggja fyrir og gagnaöflun er lokið er lagt lokamat út frá þeim gögnum sem liggja fyrir.

NÝJIR UMBÓTAÞÆTTIR - TILLÖGUR OG VAL Á UMBÓTAAÐGERÐUM
Gerð umbótaáætlunar. Skólinn fer vel yfir þær tillögur að umbótaaðgerðum sem hafa borist. Settar eru í umbótaáætlun þær aðgerðir sem ákveðið verður að fara í. Gott er að miða við að þeim umbótum sé lokið fyrir áramót á næsta skólaár. Sé verkefnið umfangsmeira er æskilegra að skipta því niður í nokkur smærri verkefni.

NÝ UMBÓTAÁÆTLUN & LOKASKÝRSLA
Teymið fer yfir lokaskýrslu innra mats og nýja umbótaáætlun og sendir til skólastjórnenda sem sjá um að koma upplýsingum í almenna birtingu.