top of page

Hvað er Meta Geta?

Allt tengt saman

Inn í kerfinu gerir skólinn langtímaáætlun innra mats, sem býr sjálfkrafa til matsáætlun skólaársins, skólinn velur matsleiðir fyrir þá matsþætti og sendir út kannanir og önnur matstæki sem ákveðið er að nota við innra matið. Niðurstöður kannana birtast inn í kerfinu og tengjast beint þeim þáttum sem lá fyrir að meta samkvæmt áætlun. Þeir þættir sem koma út sem veikleikar færast sjálfkrafa yfir í umbótahluta kerfisins og inn í umbótaáætlun. Skólinn getur fylgst með framkvæmd og stöðu umbóta og innra mats allt á einum stað.

Leiðbeiningar fyrir hvert þrep/fund skólans í innra mats ferlinu eru inn í kerfinu, fundargerðir vistast beint í kerfinu, dagsetningar helstu innra mats þátta og umbótafunda, áminningar, sniðmát kynninga fyrir starfsfólk, áætlanir og skýrslur og síðast en ekki sýst fjöldin allur af matstækjum, eru dæmi um þætti sem eru inn í kerfinu. 

Ekki bara ein mæling á hvern þátt

Kerfið gerir alltaf ráð fyrir að innra matið byggi á mismunandi upplýsingum frá annaðhvort mismunandi hópum eða mismunandi gögnum.

 

T.d. ef skólinn ætlar að meta gæði kennslu, þá er hægt að leggja fyrir nemendakönnun, foreldrakönnun og sjálfsmat kennara og inn í kerfinu birtast niðurstöður um alla lykilþætti sem varða gæði kennslu frá hverjum matshóp fyrir sig og meðaltal allra mathópa sem gefur lokaeinkunn.

  

Mælaborðið 

Það mikilvægasta við mælaborðið er að það er gagnvirkt og uppfærist jafn óðum sjálfkrafa. Mælaborðið er einnig bein tengt inn í ferlið þannig að það þarf ekki að flytja inn upplýsingar úr innra matinu inn í umbótastarfið -umbótaáætlanir eða skýrslur. Það gerist sjálfkrafa. 

Samanburður 

Mikilvægasti samanburðurinn er samanburður á milli mismunandi hópa og samanburður á mismunandi matstækjum þannig að hægt sé að skoða stöðuna úr frá mismunandi hliðum.

 

Gæðaviðmiðin

Inn í kerfinu er hægt að sjá gæðaviðmið fyrir hvern matsþátt. Hægt er að velja að meta út frá mismunandi gæðaviðmiðum

 

MMS Gæðaviðmiðum  (ath að viðmiðin hafa verið aðlöguð að kerfinu)

BOFS gátlisti farsæld barna

ECERTS kvarðanum fyrir leikskóla

HEILLASPOR - (verður hægt skólaárið 2026-2027)

Aðferðarfræði 

Meta Geta er byggt á þeirri hugmynd að til þess að fá goða innsýn inn í ákveðna þætti þá sé mikilvægt að skoða málin út frá mismunandi sjónarhornum: 

 

1. Raunverulegar athuganir á aðstæðum eða viðfangsefnum. t.d. vettvangsheimsókn stjórnenda, jafningjamat, sjálfsmat ofl. 

 

2. Viðhorf, skoðanir og þekking sem safnað er t.d. með viðtölum, könnunum eða rýnihópum ofl.

 

3. Gagna- og tölfræðigreiningar, byggðar á mælingum, tölfræði og staðreyndum. T.d. mætingatölur, námsmat, tilkynningar, eftirlitsskýrslur, kennsluáætlanir ofl.

Beta & þrepin

Til þess að kerfið geti virkað sem heildstætt innra mats gæðakerfi sem styður raunverulega við umbætur og framþróun, er gríðarlega mikilvægt að það sé einfalt og þægilegt að fara í gegnum ferlið frá upphafi til enda. Að það þurfi ekki að byrja á því að móta ferlið í hvert sinn sem innra mat er framkvæmt heldur sé ferlið innbyggt inn í kerfið og tengist beint við aðra hluti kerfisins. 

,,Gæði skólastarfs skiptir máli.
Stöðugar skólaumbætur í forgrunni í þágu allra barna og samfélagsins alls."
Anna Greta, stofnandi Meta Geta 

bottom of page